Vilja svipta Green riddaratign

Breski kaupsýslumaðurinn Philip Green.
Breski kaupsýslumaðurinn Philip Green. AFP

Til skoðunar er að svipta Sir Philip Green, fyrrverandi eiganda bresku verslunarkeðjunnar BHS, riddaratign sinni.

Bresk stjórnvöld staðfestu í bréfi til Jim McMahon, þingmanns Verkamannaflokksins, að málið væri til skoðunar.

Verslunarkeðjan fór í greiðslustöðvun fyrr á árinu en Philip Green hefur verið gagnrýndur fyrir að taka arð út úr félaginu áður en hann seldi það fyrir eitt pund til fyrrverandi kappakstursökumannsins Dominic Chappells, sem hafði enga reynslu af slíkum rekstri.

Í morgun kom út skýrsla breskrar þingmannanefndar um gjaldþrot BHS en þar var komist að þeirri niðurstöðu að Green hefði borið meginábyrgð á hruni félagsins.

Ellefu þúsund starfsmenn BHS misstu vinnuna þegar félagið fór í gjaldþrot.

Frétt mbl.is: Philip Green kennt um hrun BHS

McMahon er einn fjölmargra þingmanna sem hafa kallað eftir því að Green verði sviptur riddaratign sinni.

Kaupsýslumaðurinn keypti BHS-keðjuna fyrir 200 milljónir punda árið 2000.

Salan hans á keðjunni til Chappells hefur sætt mikilli gagnrýni, en fram hefur komið að Green dró sér 400 milljónir punda í arð út úr félaginu á meðan hann var stærsti eigandi þess. Auk þess skuldar félagið starfsmönnum BHS 571 milljón punda í lífeyrisgreiðslur. Hefur Green verið sakaður um að reyna að komast hjá því að greiða þessar skuldbindingar.

Hann sagðist í yfirheyrslu í breska þinginu í síðasta mánuði ætla að „laga lífeyrisvandann“.

Sérstök orðunefnd ákveður hvort svipta eigi menn riddaratign, en hún fylgir yfirleitt ráðleggingum bresku ríkisstjórnarinnar.

Orður og heiðurstitlar eru alla jafna ekki afturkallaðir nema viðkomandi hafi gerst sekur um glæp.

Eins og kunn­ugt er lýsti Green yfir áhuga á að kaupa skuld­ir Baugs við Kaupþing skömmu eft­ir banka­hrunið 2008 með 95% af­slætti.

Phil­ip Green var á sín­um tíma viðskipta­fé­lagi Baugs og keypti hlut fé­lags­ins í versl­un­ar­keðjunni Arca­dia í sept­em­ber 2002. Hagnaður Baugs af þeim viðskipt­um nam um átta millj­örðum króna, að því er fram kom í Morg­un­blaðinu á þeim tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK