Birgðastaðan jókst og olíuverð lækkaði

AFP

Heimsmarkaðsverðið á olíu hefur lækkað mikið í dag eftir að birtar voru birgðatölur nokkurra af stærstu olíufyrirtækjunum. Verðið lækkaði um 2,45% á örskammri stundu eftir að tölurnar voru birtar sem sýndu að birgðastaðan hefur aukist, þvert á spár fleiri greiningaraðila.

Er nú verðið á Brent-hráolíu 43,69 dollarar á tunnuna. Tölurnar sem Energy Information Administration birti í dag sýndu að birgðatölur olíufyrirtækjanna eru mun hærri en gert hefur verið ráð fyrir og að minna hafi verið gengið á birgðirnar en búist var við.

Sjá frétt mbl.is: Vinnanleg olía af skornum skammti

Alls höfðu birgðirnar á hráolíu aukist um 1,7 milljónir tunna og eru heildarbirgðir fyrirtækjanna nú um 52,1 milljón tunna. Búist hafði verið við að birgðirnar hefðu dregist saman um tvær milljónir tunna.

Bensínbirgðirnar (unnin olía) jukust um 0,5 milljónir tunna en búist hafði verið verið aukningu um 0,2 milljónir tunna.

„Tölurnar sýna það sem við höfum talið, að markaðurinn er afar mettaður af olíu,“ segir Tamas Varga sem starfar við olíugreiningu hjá PVM Oil Associates.

Sjá frétt mbl.is: Olíuverð ekki lægra í þrjá mánuði

Sjá frétt E24.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK