Fimm þúsund ný störf hjá McDonald's

AFP

Forsvarsmenn bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonald's segjast ætla að skapa fimm þúsund ný störf í Bretlandi fyrir lok ársins. Samtals verða þá starfsmenn McDonald's í Bretlandi 115 þúsund talsins.

Paul Pomroy, framkvæmdastjóri skyndibitakeðjunnar í Bretlandi, segir að þörf sé á störfum til þess að manna nýja sölustaði keðjunnar þar í landi sem og til þess að hægt sé að lengja opnunartíma núverandi staða.

Forsvarsmenn McDonald's hafa mikla trú á breska markaðinum, en Pomroy tekur þó fram að efnahagsaðstæður þar væru krefjandi.

Salan hjá McDonald's í Bretlandi hefur aukist 41 ársfjórðung í röð.

Pomroy segir að keðjan hafi ráðið yfir fimmtán þúsund starfsmenn í Bretlandi undanfarin fimm ár. Vöxturinn hafi verið mikill og sölustöðum fjölgað verulega. Helmingur sölustaðanna sé nú opinn allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.

Bresk stjórnvöld sögðu að fregnirnar bentu til þess að fyrirtæki hefðu trú á breska hagkerfinu, þrátt fyrir ákvörðun Breta um að segja skilið við Evrópusambandið.

Frétt mbl.is: Uppgjör McDonald's vonbrigði

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK