Meiri hagvöxtur en spáð var

Fjármálahverfið í Lundúnum.
Fjármálahverfið í Lundúnum. AFP

Breska hagkerfið óx um 0,6% á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt upplýsingum frá bresku hagstofunni. Er það meiri vöxtur en greinendur höfðu búist við.

Hagstofan tók fram í tilkynningu að svo virtist sem lítil óvissa hefði ríkt í bresku efnahagslífi fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 23. júní um veru Bretlands í Evrópusambandinu. Vöxturinn hefði verið stöðugur og góður.

Hagvöxturinn var alls 2,2% á ársgrundvelli. Vöxtur í framleiðslugeiranum var sérstaklega mikill á öðrum ársfjórðungnum en alls óx hann um 2,1%. Hefur vöxturinn þar ekki verið meiri frá því árið 1999, að sögn Neils Wilsons, greinanda hjá ETX Capital.

„Óvissan í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar virðist hafa haft takmörkuð áhrif,“ sagði Joe Grice, aðalhagfræðingur hagstofunnar. Hann benti á að fáir svarendur kannana hagstofunnar, úr hópi stjórnenda fyrirtækja, teldu að óvissan hefði skaðað reksturinn.

Vöxturinn í þjónustugeiranum nam 0,5% en samdráttur varð hins vegar í byggingariðnaði og landbúnaði.

Efnahagsvöxturinn var hvað mestur í apríl, að sögn hagstofunnar, en hægði örlítið á sér í maí og júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK