Vöxturinn ekki minni í þrjú ár

AFP

Tekjuvöxtur samfélagsmiðilsins Twitter á öðrum fjórðungi ársins var sá minnsti í þrjú ár. Tekjurnar jukust aðeins um 20% og námu alls 602 milljónum dala, en vöxturinn var alls 61% á sama tíma í fyrra.

Félagið tapaði 107 milljónum dala á ársfjórðingum, en tapið nam 136 milljónum á sama tímabili í fyrra. 

Þá greindu forsvarsmenn Twitter frá því í gærkvöldi að virkum notendum miðilsins hefði fjölgað um 313 milljónir, eða 3%, á tímabilinu. Fjölgunin nam 310 milljónum á öðrum ársfjórðungi 2015.

Uppgjör Twitter

Anthony Noto, fjármálastjóri Twitter, sagði að forsvarsmenn félagsins hefðu trú á því að virkni notenda myndi aukast og notendum fjölga til lengra tíma litið.

Hlutabréf í Twitter féllu um 9% í verði eftir að uppgjörið var birt í gærkvöldi.

Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins hafa reynt hvað þeir geta til þess að laða fleiri notendur að. Samkeppnin við aðra samfélagsmiðla á borð við Snapchat og Instagram hefur hins vegar verið hörð og telja greinendur að Twitter hafi ekki tekist að halda í við þessa miðla.

Auglýsingatekjur Twitter jukust um 18% á ársfjórðungnum og námu 535 milljónum dala, eins og sérfræðingar á fjármálamarkaði höfðu reiknað með.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK