Mikil spurn eftir einkabílaleigubílum

Viktor Þórisson rekur Carrenters.is.
Viktor Þórisson rekur Carrenters.is.

Einkabílaleigan Carrenters finnur ekki fyrir offramboði á bílaleigubílum þetta sumarið og segir í raun skort vera á bílum og þá sérstaklega jeppum eða jepplingum sem eru fullbókaðir hjá fyrirtækinu í ágúst.

„Eftirspurn er langt umfram væntingar þetta sumarið enda hafa aldrei fleiri ferðamenn komið til Íslands,“ er haft eftir Viktori Þórissyni, sem rekur Carrenters.is, í fréttatilkynningu. „Mikil umferð er um síðuna carrenters.is af ferðamönnum sem eru að leita sér að bílum á góðu verði til leigu. Við gætum eflaust leigt út 100 jepplinga í viðbót í ágústmánuði en við erum með um 200 bíla á skrá.

Carrenters virkar þannig að einstaklingar skrá einkabílinn sinn og í framhaldinu fá þeir skilaboð og/eða bókanir frá væntanlegum leigjendum. Carrenters sér um að tilkynna viðkomandi tryggingafélagi um leiguna. Eigendur afhenda síðan bílinn og fá greitt að leigu lokinni en Carrenters tekur 22% þóknun af hverri bókun. Virkni síðunnar er í raun sú sama og Airbnb nema það að um bíla er að ræða í stað íbúða, að sögn Viktors.

„Ágústmánuður hefur verið að gefa eigendum allt að 300 þúsund krónur í vasann, en með því að skrá bílinn í dag er hægt að búast við að fá um 150.000 krónur fyrir fólksbíl í vasann og 200.000 krónur fyrir jeppling þannig að það er enn möguleiki fyrir fólk að fá aukapening út úr sumrinu," segir Viktor. 

Carrenters.is er með um 200 bíla á skrá að sögn Viktors en hann stofnaði fyrirtækið árið 2013. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK