Samþykktu skipulag fyrir Hótel Reykholt

Reykholt í Borgarfirði.
Reykholt í Borgarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar Hótels Reykholts. Felur breytingin í sér stækkun á byggingarreit til austurs, en þar er gert ráð fyrir nýrri viðbyggingu við hótelið. 

Morgunblaðið fjallaði nýlega um uppbyggingu hótelsins og kom þar fram að horft sé til þess að árið 2018 verði búið að bæta við 28 herbergjum og að öll eldri herbergi hótelsins verði endurnýjuð. Er kostnaðurinn sagður nema um milljarði króna.

Það er hótelfyrirtækið Fosshótel sem rekur Hótel Reykholt. 

Í auglýsingu frá Borgarbyggð segir að deiliskipulagstillögurnar liggi fyrir í ráðhúsi Borgarbyggðar og verði aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins. Athugasemdir þurfa að berast í síðasta lagi 5. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK