TM hagnast um 1,16 milljarða

Tryggingamiðstöðin.
Tryggingamiðstöðin. Eggert Jóhannesson

Tryggingamiðstöðin hagnaðist um 1,16 milljarða á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 481 milljónar hagnað á síðasta ári. Heildartekjur jukust úr 3,74 milljörðum í 4,58 milljarða milli ára meðan heildargjöld hækkuðu aðeins um rúmlega 50 milljónir, eða úr 3,19 milljörðum í 3,24 milljarða.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að eigin tjón hjá félaginu hafi numið 2,28 milljörðum á tímabilinu, en það er lækkun um 58 milljónir. Rekstrarkostnaður hækkaði aftur á móti um 10% eða tæplega 80 milljónir.

Sigurður Viðarsson, forstjóri félagsins, segir í tilkynningunni að afkoman sé mjög góð og betri en áætlanir hafi gert ráð fyrir.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK