Sonia Rykiel látin

Fatahönuðurinn Sonia Rykiel en þessi mynd er tekin árið 1984.
Fatahönuðurinn Sonia Rykiel en þessi mynd er tekin árið 1984. AFP

Franski fatahönnuðurinn Sonia Rykiel, drottning prjónaflíkurinnar, er látin 86 ára að aldri eftir langa baráttu við parkinson sjúkdóminn, að sögn dóttur hennar.

„Móðir mín lést á heimili sínu í París klukkan 5 í morgun vegna afleiðinga parkinson-sjúkdómsins,“ segir Nathalie Rykiel í viðtali við AFP-fréttastofuna.

Parísardaman Sonia Rykiel opnaði fyrstu búðina á Rue de Grenelle á vesturbakka Signu í maí 1968. Áður hafði hún hannað prjónaföt fyrir búðina Lauru frá 1962. Hún varð fræg fyrir síðar prjónapeysur sínar og afslappaðan stíl sem er nú þekktur um allan heim. Einkennismerki hennar eru svartur litur, rendur, blúndur, semalíusteinar og peysur með áletrunum. 

Sonia Rykiel..
Sonia Rykiel.. AFP
Sonia Rykiel ásamt dóttur sinni Nathalie Rykiel.
Sonia Rykiel ásamt dóttur sinni Nathalie Rykiel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK