Hagnaður Sjóvár dregst saman

Á öðrum ársfjórðungi var afkoma af vátryggingastarfsemi 123 milljónir króna …
Á öðrum ársfjórðungi var afkoma af vátryggingastarfsemi 123 milljónir króna en afkoma af fjárfestingarstarfsemi 335 milljónir króna. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hagnaður Sjóvár nam 709 milljónum króna á fyrri helmingi ársins miðað við 1.380 milljónir sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi nam 286 milljónir miðað við 756 milljónir á sama tíma árið á undan.

Á öðrum ársfjórðungi var afkoma af vátryggingarstarfsemi 123 milljónir króna en afkoma af fjárfestingarstarfsemi 335 milljónir króna. Ávöxtun eignasafns félagsins var 1,7%. Ávöxtun skráðra verðbréfa var slök en jákvæð gengisbreyting óskráðra hlutabréfa nam 242 milljónum króna og jákvæð gengisbreyting fasteignafélaga og sjóða 285 milljónum króna.

„Í upphafi árs birti Sjóvá horfur fyrir árið, að samsett hlutfall yrði á bilinu 98 til 100% og að afkoma fyrir skatta yrði 2 til 2,5 milljarðar. Nú þegar samsett hlutfall fyrir fyrstu 6 mánuði ársins nemur 104% er ósennilegt að uppgefnar horfur náist þó reikna megi með því að hlutfallið haldi áfram að færast nær 100% í lok árs.

Skýringa er fyrst og fremst að leita í því að árangur þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til skilar sér á lengri tíma ásamt því að tjónatíðnin er enn há. Við þessar kringumstæður hafa fjárfestingartekjur skapað megnið af þeim hagnaði sem verður til. Þróun markaða til áramóta mun ráða miklu um endanlega niðurstöðu“, er haft eftir Hermanni Björnssyni, forstjóra Sjóvár í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK