Nýr forstjóri Men & Mice

Magnús Eðvald Björnsson.
Magnús Eðvald Björnsson.

Magnús Eðvald Björnsson hefur verið ráðinn forstjóri Men & Mice en hann tekur við því starfi af Kristbjörgu Eddu Jóhannsdóttur.  

Magnús hefur undanfarin fimm ár verið í stjórnunarstöðu hjá Oracle í Bandaríkjunum, núna síðast sem Senior Director of Development. Þar hafði hann yfirumsjón með stefnumótun og þróunarvinnu fyrir Oracle Big Data Discovery sem er myndrænt og gagnvirkt viðmót fyrir gagnagnótt (e. Big Data). Áður starfaði hann í 8 ár hjá EMC Corporation í Bandaríkjunum og gegndi þar bæði þróunar- og stjórnunarstöðum. Þá hefur Magnús einnig sinnt ráðgjöf á sviði þróunarvinnu og nýsköpunar.

Magnús er með doktors- og meistaragráðu í tölvunarfræði frá Brandeis-háskólanum í Bandaríkjunum. Hann er einnig með BS-gráður í eðlisfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.

Men & Mice sérhæfir sig í þróun og sölu hugbúnaðarlausna fyrir DNS-, DHCP- og IP-innviði (DDI) alþjóðlegra stórfyrirtækja, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK