Yfirvigtin orðin dýrari

mbl.is/Styrmir Kári

Yfirvigtargjald hjá nokkrum flugfélögum á Keflavíkurflugvelli hefur hækkað töluvert síðustu fjögur árin. Um er að ræða 57% hækkun hjá Airberlin, 26,5% og 17,5% hækkun hjá Icelandair og 43% hækkun hjá WOW air. 

Yfirvigtargjaldið hjá þeim flugfélögum á Keflavíkurflugvelli sem innheimta fast verð fyrir yfirvigt er næsthæst hjá Airberlin og flyNiki eða ríflega 13 þúsund krónur. Gjald SAS og Delta er aðeins lægra eða um 12 þúsund. Hæsta gjaldið er þó í Ameríkuflugi Icelandair eða 15.400 krónur en farþegarnir fá hinsvegar að innrita tvær 23 kíló töskur sér að kostnaðarlausu og er það rýmri heimild en er í boði annars staðar. Þetta kemur fram í úttekt Túrista.

Eins og fyrr segir hefur gjaldið hjá Airberlin hækkað um 57% frá árinu 2012 en 26,5% hjá Evrópuflugum Icelandair og 17,5% hjá Ameríkufluginu.

Önnur flugfélög fara þá leið að rukka fyrir hvert kíló sem er umfram þau 20 eða 23 sem taskan má vera. Verð á kíló er þá á bilinu eitt til tvö þúsund krónur. Hæst er það hjá WOW air eða 1.999 krónur og næstdýrasta hjá Primera Air eða 1.900 krónur. Aukakílóið hjá WOW air kostaði 1.400 krónur árið 2012 og því erum að ræða 43% hækkun.

„Eins og gefur að skilja þá er síðarnefnda aðferðin, að rukka per aukakíló, mun hagstæðari kostur fyrir farþega ef þeir eru aðeins með  eitt til þrjú kíló framyfir en þeir sem eru með alltof þungar töskur borga minna hjá þeim flugfélögum sem eru með eitt fast verð á alla yfirvigt,“ segir í frétt Túrista.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK