Ferðamennirnir forðast hryðjuverkastaði

Ferðamenn forðast lönd þar sem hryðjuverkaárásir hafa verið framdar.
Ferðamenn forðast lönd þar sem hryðjuverkaárásir hafa verið framdar. AFP

Allt bendir til þess að það eigi eftir að draga verulega úr ferðalögum fólks vegna hryðjuverkaógnar næstu mánuði. Útlitið er verst fyrir Tyrkland en búist er við því að 52% færri ferðamenn komi þangað á fjórða ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra.

Samkvæmt frétt BBC eru bókanir ferðamanna til Frakklands 20% færri nú en á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í gögnum frá Forward Keys, fyrirtæki sem sérhæfir sig í upplýsingaöflun í ferðaþjónustu. 

Á fyrstu sjö mánuðum ársins jókst framboð á flugferðum til Spánar frá Bretlandi um 19% frá síðasta ári og Portúgal um 12%. Það er rakið til þess að fólk vilji frekar ferðast til landa þar sem hryðjuverkaárásir eru mun færri en í löndum eins og Tyrklandi og Frakklandi.

Samdrátturinn er áþreifanlegur í Frakklandi en frá ágúst 2015 til júlí 2016 fækkaði ferðamönnum um 5,4% og mun meira í París, eða um 7,5%. Á sama tímabili fækkaði bókunum til Tyrklands um 15%.

En staða Túnis fer batnandi eftir að ferðamönnum fækkaði um 39,4% á tímabilinu ágúst 2014 til júlí 2015 samanborið við árið á undan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK