Höfnuðu milljarða tilboði árið 2013

Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla.
Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla.

Tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla tilkynnti í dag að skrifstofum þess á Íslandi yrði lokað og starfsfólki sagt upp. Þar með lýkur sögu þessa fyrirtækis hér á landi, en þegar mest var voru starfsmenn 86 talsins. Á starfstíma þess var fjárfest fyrir um fimm milljarða í fyrirtækinu, en aðallega var um að ræða erlenda fjárfesta með fjárfestingarsjóðinn Sequoia Capital í broddi fylkingar.

Árið 2013 fjallaði Kjarninn um að annað tölvuleikjafyrirtæki, Zynga að nafni, hefði tvisvar gert yfirtökutilboð í Plain Vanilla. Fyrst var lagt fram tilboð upp á 100 milljónir dala, sem þá voru um 12 milljarðar íslenskra króna, en seinna tilboðið var nokkuð hærra.

Forsvarsmenn Plain Vanilla vildu ekkert tjá sig um tilboðið á sínum tíma en töluðu um að mikill áhugi hefði verið á félaginu.

Plain Vanilla gaf út tölvuleikinn QuizUp, sem var spurningaleikur fyrir snjalltæki, og varð hann meðal vinsælustu leikja hjá notendum Apple- og Android-tækja eftir útgáfuna. Seinna hóf fyrirtækið samstarf við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC um framleiðslu á spurningaþáttum sem byggðu á QuizUp-leiknum og áttu að vera gagnvirkir að einhverju leyti. 

Þegar tilkynnt var að ekkert yrði úr sjónvarpsþáttunum tóku stjórnendur Plain Vanilla ákvörðun um að loka fyrirtækinu hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK