Facebook ýkti áhorfstölur

Fólst villan í því að mælitækið tók ekki með í …
Fólst villan í því að mælitækið tók ekki með í dæmið þá sem horfðu á myndbönd í minna en þrjár sekúndur. Varð það til þess að áætlaður meðaltími sem fólk horfði á myndböndin var meiri en hann átti að vera. AFP

Facebook hefur nú viðurkennt að hafa ofmetið áhorf notenda á myndbönd á samfélagsmiðlununum síðustu tvö árin. Einn auglýsandi hefur gefið til kynna að áhorfstölurnar hafi verið ýktar um allt að 80%.

Greiningardeild Facebook eða Facebook analytcis er mikilvægt tól fyrir auglýsendur sem nota hana til þess að sjá hversu mikið er horft á myndbönd þeirra.

Samfélagsmiðillinn segist nú hafa lagað þessa villu en hún hafði áhrif á mælingar Facebook á hversu lengi fólk horfði á myndböndin. Fólst villan í því að mælitækið tók ekki með í dæmið þá sem horfðu á myndbönd í minna en þrjár sekúndur. Varð það til þess að áætlaður meðaltími sem fólk horfði á myndböndin var meiri en hann átti að vera.

Samkvæmt The Wall Street Journal eru auglýsendur ekki sáttir við mistök Facebook og sagði einn þessa villu „óásættanlega“.

Er málið talið sýna þörfina á því að hlutlaus þriðji aðili staðfesti þá tölfræði sem Facebook gefur út varðandi aðsókn á samfélagsmiðilinn. Þá hefur Facebook áður verið gagnrýnt fyrir að skrásetja áhorf á myndband þó það hafi aðeins verið horft á það í þrjár sekúndur eða minna.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK