Ísland númer 27 yfir samkeppnishæfni

Ísland er í 27. sæti yfir samkeppnishæfustu lönd í heimi.
Ísland er í 27. sæti yfir samkeppnishæfustu lönd í heimi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ísland er í 27. sæti á listanum yfir samkeppnishæfni þjóða samkvæmt nýútkominni skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum), „The Global Competitiveness Report 2016-2017“. Íslands færist upp um tvö sæti frá árinu á undan og er nú í 27. sæti. Alls tóku 138 þjóðríki þátt í rannsókn ráðsins að þessu sinni.

Vísitala Alþjóða efnahagsráðsins er virtur mælikvarði á efnahagslíf þjóða víða um heim. Vísitalan er víðtæk og endurspeglar þá þætti sem segja til um framleiðni þjóða og vaxtarmöguleika þeirra. Rannsóknin byggir á opinberum upplýsingum og könnun sem gerð er meðal stjórnenda í atvinnulífinu. Nýsköpunarmiðstöð Íslands er samstarfsaðili Alþjóðaefnahagsráðsins á Íslandi og sá um framkvæmd könnunarinnar hér á landi, að því er fram kemur í tilkynningu frá miðstöðinni.

Áttunda árið í röð er Sviss í fyrsta sæti sem samkeppnishæfasta efnahagslíf heimsins. Mjótt er þó á munum Sviss, Singapore og Bandaríkjanna. Þar á eftir koma Holland og Þýskaland sem hafa skipt um sæti síðan í fyrra. Einkunn Bretlands er reiknuð áður en landið tók hina frægu ákvörðun sína um Brexit. Indland er það land sem risið hefur hraðast, hækkar um 16 sæti síðan í fyrra og er nú í  39. sæti. 

Skýrsluhöfundar átelja það sem þeir kalla lokun hagkerfa heimsins og telja þróun í þá átt undanfarin 10 ár standa í vegi fyrir heilbrigðri samkeppni og dragi úr vexti í efnahagsmálum. 

Skýrsluna má í heild nálgast á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK