Ekki bara mynda „upp í loft“

Iurie mælir með því að mynda norðuljósin með einhverskonar forgrunni …
Iurie mælir með því að mynda norðuljósin með einhverskonar forgrunni eins og kirkjum. Ljósmynd/Iurie Belegurschi

Þessa dagana eru fjórir hópar erlendra ferðamanna á ferðinni um Ísland á vegum Iceland Photo Tours sem eltast við að ná sem bestum myndum af norðurljósunum. Iurie Belegurschi, eigandi Iceland Photo Tours, segir markmið ferðanna að fara með gestina á fallegustu staði landsins og kenna þeim að mynda norðurljósin.

Hóparnir sem eru á landinu núna samanstanda af fólki frá Bandaríkjunum, Hong Kong, Bretlandi, Ástralíu, Þýskalandi og Costa Rica og að sögn Iurie náðu þeir allir góðum myndum af ljósunum síðustu daga en verðlaunaljósmyndarar eru með í ferðunum til þess að kenna þeim réttu taktana.

„Það er búið að vera mikið að gera síðustu daga vegna mikillar eftirspurnar í þessar ferðir en eina vandamálið er að ferðirnar eru allar að fyllast,“ segir Iurie.

Iurie er eigandi Iceland Photo Tours.
Iurie er eigandi Iceland Photo Tours.

Aðspurður um bestu leiðirnar til þess að mynda norðurljósin segist hann mæla með því að reyna að mynda þau með einhverskonar forgrunni og „ekki bara taka myndir upp í himininn,“ eins og hann orðar það. „Tilkomumestu myndirnar af norðurljósunum eru þær sem eru með einhverju viðfangsefni. Það er hægt að nota fossa, jökullón, stöðuvötn, yfirgefin hús eða íslenskar kirkjur til dæmis.“

Það er ekki allt heldur þarf einnig góðan þrífót og myndavél með snöggri og breiðri linsu að sögn Iurie. Þá þarf ljósopið yfirleitt að vera alveg opið og með 5 til 20 sekúnda lokunarhraða en það fer eftir því hversu sterk ljósin eru. Mikilvægast er þó að fókusera handvirkt.

Ljósmynd/Iurie Belegurschi

„Það er mjög sniðugt að fá kennslu í þessu svo maður sé viss um að fá sem bestar myndir. Leiðsögumennirnir okkar sjá til þess að viðskiptavinirnir okkar þekki alla tæknina og brellurnar til þess að ná ótrúlegum myndum,“ segir Iurie.

Ljósmynd/Iurie Belegurschi
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK