Einfalt, gagnsætt og skilvirkt

Stefnt er að því að skattkerfið miði af einstaklingum, skattstofnar …
Stefnt er að því að skattkerfið miði af einstaklingum, skattstofnar skattlagðir út frá eðli sínu og að skattir bjagi hegðun í sem minnstum mæli, þ.e. ýti ekki undir óæskilega hegðun eins og undanskot. mbl.is/Golli

Tilgangur tillaga að umbótum að skattkerfinu sem kynntar voru opinberlega fyrr í mánuðinum er m.a. að skapa gagnsæja og heildstæða samantekt á leiðum til að auka langtímahagvöxt á Íslandi. Þá er markmiðið jafnframt að stuðla að uppbyggilegri og málefnalegri umræð um langtímastöðu í efnahagsmálum.

Tillögur verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu voru til umræðu á morgunverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga sem haldinn var á Grand Hóteli í morgun.

Daði Már Kristófersson, formaður verkefnisstjórnarinnar kynnti hluta tillagnanna á fundinum en þar sem um er að ræða 26 tillögur og takmarkaðan tíma reyndi Daði að fjalla frekar um þær tillögur sem ekki hafa fengið jafn mikla athygli og aðrar síðan að þær voru birtar.

Tillögurnar skiptast í þrjá flokka, almenna skatta, umhverfis- og auðlinda gjöld og skattskil og eftirlit.

Daði Már Kristófersson, formaður verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á …
Daði Már Kristófersson, formaður verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu mbl.is/Kristinn

Miði að einstaklingum

Að sögn Daða var það eitt af markmiðum verkefnisstjórnarinnar að tryggja það að skattkerfið afli nægilegra tekna og sé á sama tíma einfalt, gagnsætt, skilvirk, fyrirsjáanlegt, stöðugt og samkeppnishæft ásamt því að styðja við hagstjórn. Stefnt er að því að skattkerfið miði af einstaklingum, skattstofnar skattlagðir út frá eðli sínu og að skattir bjagi hegðun í sem minnstum mæli, þ.e. ýti ekki undir óæskilega hegðun eins og undanskot.

Þrátt fyrir þessi markmið veita tillögurnar áfram fullt svigrúm fyrir breytileg samfélagsleg markmið löggjafans. Ekki var tekin afstaða til umfangs samneyslunnar og tekjujöfnunar eða til sértæks stuðnings við ákveðna hópa en leitað var hagkvæmasta fyrirkomulags opinbers stuðnings við ákveðna hópa eða aðila.

Að sögn Daða sneru róttækustu tillögur verkefnisstjórnarinnar að hlutum eins og einstaklingsframtölum, barnabótum, vaxtabótum og skattaþrepum og myndu þær algjörlega breyta tekjuskattkerfinu að sögn Daða. Í grófum dráttum ganga þær út á að breyta skattkerfinu án þess að meðalskattar breytist en að jaðarskattar á hópa lækki mjög mikið.

0 þrepið minnkað og hin tvö sameinuð

Fyrstu tillögurnar sem Daði ræddi á fundinum í morgun voru í tengslum við virðisaukaskattinn, þ.e. fækkun undanþága og sameining þrepa. Lagt er til að hafa eitt þrep virðisaukaskatts og skattstofn breikkaður til að auka gagnsæi og bæta skil. Benti Daði á að tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti hafi aukist um 18% að nafnvirði frá árinu 2013 og námu tæplega 179 milljörðum króna árið 2015.

Sagði Daði að núverandi fyrirkomulag væri byggt á hugmynd um tekjujöfnun en hefði ekki þau áhrif. Flækjustigið gerði það að verkum að möguleikar á undanskotum væru fleiri og kostnaður við innheimtu, bæði hjá fyrirtækjum og hinum opinbera hærri.  Þá einkennist það af mismunun og undanþágum.

Í tillögunum er lagt til að 0 þrepið sé minnkað og að hin tvö, þ.e. 11% þrepið og 24% þrepið verði sameinaði í eitt tæplega 19% þrep. Er það mat verkefnisstjórnarinnar að það með undanþágum og sameiningu þrepa mætti lækka almenna þrepið umtalsvert án skerðingar tekna. Þá væru áhrif breytinganna hverfandi óháð tekjum. „Eina sem raunverulega gerist er að skattbyrðin færist milli vöruflokka,“ sagði Daði.

Er það mat verkefnisstjórnarinnar að það með undanþágum og sameiningu …
Er það mat verkefnisstjórnarinnar að það með undanþágum og sameiningu þrepa mætti lækka almenna þrepið umtalsvert án skerðingar tekna. mbl.is/G.Rúnar

Skattleggja raunvexti frekar en nafnvexti

Þegar það kemur að fjármagnstekjuskatti er það lagt til að hann verði lagður á raunvexti í stað nafnvaxta eins í dag en tekjur af fjármagnstekjuskatti hafa aukist um 80% að nafnvirði frá árinu 2013 og námu tæplega 28 milljörðum króna árið 2015.

Var bent á að skattar á fjármagnstekjur taki ekki tillit til verðbólgu og leggjast því með þungum hætti á sparnað og að þrátt fyrir að prósentan á Íslandi sé lág er skattbyrðin á raunvexti mjög há.

„Okkar tillaga gengur út á að skattleggja raunvexti frekar en nafnvexti,“ útskýrði Daði en bætti við að sá möguleiki hafi verið ræddur þegar að fjármagnstekjuskattur var tekinn upp á sínum tíma en hafnað vegna flækjustigs við útreikninga og að sögn Daða á það enn við.

Ítrekaði hann þó mikilvægi þess að varðandi fjármagnstekjuskattinn gildi enn það prinsipp og þegar hann var tekinn upp, þ.e. breiður skattstofn, lág prósenta.

Skatttekjur af ferðamönnum renni til sveitarfélaga

Næst var rætt um annan flokk tillagnanna, umhverfis- og auðlindagjöld. Í tillögum verkefnisstjórnarinnar er lagt til að umhverfis- og auðlindagjöld verði aukin og tekjum varið til þess að lækka skatta. Lagðar eru fram fimm tillögur um bætt umhverfis- og auðlindagjöld. Þegar það kemur að ferðaþjónustu verði innheimta bílastæðagjalda auðvelduð og gistináttaskatti breytt og hann hækkaður.

Varðandi bílastæðagjöldin er lagt til að eigendum lands verði auðveldað að leggja á bílstæðagjöld til að afla tekna til uppbyggingar og aðgangsstýringar.

Þá er lagt til að innleiða langtíma samninga þegar það kemur að veiðigjöldum og orkusköttum og hækkun kolefnisgjalds

Sagði Daði mikilvægt að átta sig á vanda ferðaþjónustunnar sem er sá að hagsmunir eigenda auðlinda eða staða og ferðaþjónustunnar og samfélagsins fara ekkert endilega saman. Gjaldtaka sem þessi gæti þá tengt saman hagsmuni ferðaþjónustunnar og eiganda staðana og er hægt að nýta hana til þess að dreifa álagi.

Þá benti hann á að gjaldtaka sem þessi sé alþekkt lausn um allan heim og engin skerðing á upplifun ferðamannsins. Þá er þetta hverfandi lág upphæð miðað við heildarútgjöld þess að fara til útlanda.

Þá leggur stjórnin til að gistináttaskattur verði hækkaður og sagði Daði hann mjög lágan og dýran miðað við tekjurnar.

„Okkar hugmyndir snúa að því að einfalda kerfið verulega, þrengja skattstofninn en hækkað gjaldið á móti og með því veita hluta af því markvisst til sveitarfélagana,“ sagði Daði.

Er m.a. lagt til að gistináttaskattur verði hækkaður.
Er m.a. lagt til að gistináttaskattur verði hækkaður. mbl.is/Sigurður Bogi

Innheimtudögum fækkað úr 269 í 12

Síðast kynnti Daði tillögur stjórnarinnar til þess að einfalda skattskil og gera eftirlit hagkvæmara. Sagði Daði áherslu lagða á fækkun smárra viðfangsefna sem skipta ríkið litlu hvað varðar tekjur en tekur mikinn tíma innan kerfisins.

Er t.d. lagt til að innheimtudögum ríkisins verði fækkað úr 269 í 12. Að sögn Daða myndi það fela í sér hagræði sérstaklega fyrir lítil fyrirtæki og rekstur tollstjóra.

Þá er lagt til að þögn jafngildi samþykki þegar það kemur að skattframtali, þ.e. ef ekkert heyrist í viðkomandi teljist skattframtalið samþykkt. Er bent á að alls hafi verið um 272.000 á skattgrunnskrá á síðasta ári en að minnsta kosti 72.500 einstaklingar gerðu engar breytingar á árituðum upplýsingum í skattframtali.

M.a. er lagt til að þögn jafngildi samþykki þegar það …
M.a. er lagt til að þögn jafngildi samþykki þegar það kemur að skattframtali, þ.e. ef ekkert heyrist í viðkomandi teljist skattframtalið samþykkt.

Einnig er lagt til að rekstur minniháttar atvinnurekstur verði einfaldaður og benti Daði á að 17 þúsund einstaklingar hér á landi séu með veltu á eigin kennitölu sem er innan við þrjár milljónir.

Þrátt fyrir það þurfa þeir að vera á laungreiðendaskrá og skila rekstarblöðum með skattframtali við kallar á umtalsverða vinnu hjá viðkomandi og í eftirlitinu með einhverju sem snýr hinsvegar að óverulegum tekjum ríkisins.

Er lagt til að dregin verið lína í sandinn við þrjár milljónir og þeir sem eru með minni starfsemi falli undir sérákvæði, skili ekki virðisaukaskatti, ekki laungreiðendaskrá og að kostnaðarhlutafllið verði fyrirfram ákveðið. Að sögn Daða yrði það til geysilegrar einföldunar.

Hægt er að sjá skýrslu verkefnisstjórnarinnar í heild sinni hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK