Munu segja upp 9.600 manns

AFP

Næst stærsta lánastofnun Þýskalands, Commerzbank, ætlar að segja upp 9.600 manns á næstu fjórum árum. Þá mun stofnunin hætta að greiða út arð í fyrsta skiptið. 

Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að við lok árs 2020 mun bankinn hafa „aukið arðsemi bankans á sjálfbæran hátt“. Þá stefnir bankinn að því að skapa 2.300 ný störf á þeim stöðum þar sem starfsemi bankans fer stækkandi en á síðasta ári störfuðu um 51.300 manns hjá Commerzbank.

Þýskir bankar hafa verið í umræðunni í vikunni en um helgina var greint frá því að þýsk stjórnvöld væru ekki að vinna að björgunaráætlun fyrir Deutsche Bank sem stendur nú höllum fæti.

Bankinn hefur verið sektaður af bandaríska fjármálaráðuneytinu um 14 milljarða bandaríkjadali vegna í tengsl­um við rann­sókn á verðbréfa­út­gáfu bank­ans fyrir fjármálakreppuna 2008.

Commerzbank segist stefna að því að einbeita sér á kjarna rekstursins, þ.e. einstaklingsviðskiptavini og lítil fyrirtæki næstu árin til þess að snúa rekstrinum við.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK