Spáir óbreyttum stýrivöxtum

Tilkynnt verður um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í næstu viku.
Tilkynnt verður um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í næstu viku. mbl.is/Ómar

Greiningardeild Arion banka spáir óbreyttum stýrivöxtum en miðvikudaginn í næstu viku verður tilkynnt um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands.

Er greint frá því í Markaðspunktum deildarinnar að þar til í morgun taldi deildin að þróun verðbólguvæntinga gæfi tilefni til lækkunar vaxta til lengri tíma en hækkun verðlags í september sem kynnt var í morgun var hins vegar yfir væntingum.

„Það skýrist að mestu leyti af leiðréttingu á húsnæðislið sem hefur verið vanmetinn megnið af þessu ári, og þar með vísitala neysluverðs. Leiðrétt vísitala neysluverðs sýnir að verðlag hefur ekki farið undir neðri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í ár – sem hefði sparað bankanum bréfaskrif til ríkisstjórnarinnar fyrr í þessum mánuði. Í morgun hafa svo verðbólguvæntingar á markaði hækkað nokkuð skarpt,“ segir í Markaðspunktum.

Er bent á að frá síðasta fundi peningastefnunefndar hafi það helst gerst að verðbólguálag hefur haldið áfram að lækka á skuldabréfamarkaði. Mælist nú álagið til 5 ára um 2,4% og til 10 ára um 2,6% sem er lágt í sögulegu samhengi. Fjárfestar gera því ráð fyrir að verðbólgan verði að meðaltali 2,5% næstu 5 árin sem er vísbending um aukna kjölfestu verðbólguvæntinga.

„Frá sjónarhorni peningastefnunefndar gætu verðbólguvæntingar þurft að haldast stöðugar á þessu bili yfir lengri tíma áður en dregin verður marktæk ályktun um aukna kjölfestu þeirra enda eru gjarnan sveiflur í verðbólguálagi líkt og sést glöggt á mörkuðum nú í morgun. Engu að síður ef verðbólguvæntingar haldast óbreyttar um nokkurt skeið og lægri væntingar endurspeglast í næstu könnun markaðsaðila má áætla að það vegi þungt sem rök fyrir frekari lækkun vaxta á næstu mánuðum,“ segir í Markaðspunktum en þá má lesa í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK