Jóhann Gunnar til Ölgerðarinnar

Jóhann Gunnar er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands
Jóhann Gunnar er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur ráðið Jóhann Gunnar Jóhannsson sem framkvæmdastjóra fjármálasviðs fyrirtækisins.  Jóhann Gunnar starfaði áður sem fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Icelandic Group en þar á undan starfaði hann m.a. hjá Bakkavör og Íslenskri erfðagreiningu sem forstöðumaður á fjármálasviði.

„Það er fengur í að fá mann eins og Jóhann Gunnar í þetta krefjandi starf og við hlökkum til samstarfsins á þeim spennandi tímum sem framundan eru,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar í tilkynningu.

Þar kemur fram að Jóhann Gunnar sé löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Jóhann Gunnar, sem hefur störf á næstu vikum, tekur við starfinu af Kristjáni Elvari Guðlaugssyni sem verið hefur framkvæmdastjóri frá árinu 2006 og í eigendahópi félagsins frá 2007, en hann sagði starfi sínu lausu fyrir stuttu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK