Meðalverð á flugi í sögulegu lágmarki

Leifsstöð.
Leifsstöð. mbl.is/Árni Sæberg

Meðalverð á flugi frá Keflavík er nú 44.709 krónur, aðeins einu prósentustigi meira en það var í síðasta mánuði en það var lægsta meðalverða á flugi sem Dohop hafði séð. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun Dohop á fargjöldum til og frá landinu.

Hér má sjá breytingar á meðalverði á flugi til 10 …
Hér má sjá breytingar á meðalverði á flugi til 10 vinsælla borga fyrir mánuði og nú.

„Þegar verð á flugi til þeirra áfangastaða sem samkeppni ríkir á markaði er skoðað fyrir næstu vikur kemur fram, eins og Dohop hafði reyndar áður spáð fyrir um, að flugverð helst stöðugt milli ágúst og september.  Heilt yfir er verðið afar stöðugt, hækkar aðeins um 1%,“ segir í tilkynningu.

Mikill munur er á breytingum á meðalverði til Evrópu og Bandaríkjanna. Þannig hækkar meðalverð á flugi til Boston um 20% og um 24% til New York. Verð á flugi lækkar aftur á móti mikið til Hamborgar, Barselóna og Amsterdam.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK