Þurfa leyfi fyrir sölu beint frá býli

Bændur sem vilja selja kjöt beint frá býli þurfa til …
Bændur sem vilja selja kjöt beint frá býli þurfa til þess sérstakt leyfi. mbl.is/Árni Sæberg

Sala beint frá býli er starfsleyfisskyld en matvælalög kveða skýrt á um að hver sá sem dreifir matvælum skuli hafa leyfi yfirvalda til þess, annað hvort frá Matvælastofnun eða heilbrigðiseftirliti viðkomandi sveitarfélags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

„Í ljósi mikillar aukningar á sölu matvæla beint frá býli hvetur Matvælastofnun alla þá bændur sem ekki hafa nú þegar gilt starfsleyfi og vilja selja beint frá býli að sækja án tafar um starfsleyfi til stofnunarinnar sé búfjárhald meginstarfsemi þeirra. Sé búfjárhald ekki meginstarfsemi þeirra þá sækja þeir um starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits í héraði,“ segir í tilkynningunni.

Kemur þar fram að tilgangur matvælalaga sé að tryggja neytendum örugg matvæli eins og kostur er, í því skyni þarf hver sá sem dreifir matvælum að hafa gilt starfsleyfi yfirvalda. Í dreifingu matvæla felst hvers konar flutningur, framboð og afhending, þar með talið innflutningur, útflutningur og sala. Hér er einnig átt við geymslu og annað sem tengist dreifingu.

Umsóknum um starfsleyfi frá Matvælastofnun skal skilað inn rafrænt í þjónustugátt MAST á heimasíðu stofnunarinnar. 

Aðrir leiti upplýsinga hjá heilbrigðiseftirliti í sínu sveitarfélagi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK