Tenging milli orkuverðs og álverðs

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Orkusala til álvera gefur minna í aðra hönd nú en oft áður vegna lækkandi álverðs en tenging er á milli orkuverðsins og álverðs í sölusamningum. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, segir að í grunninn sé frétt Viðskiptablaðsins síðan í morgun rétt en þó sé staðan ekki þannig að viðskiptavinir OR séu að greiða hærra rafmangsverð útaf lágu álverði.

Greint er frá því í Viðskiptablaðinu í dag að Norðurál hafi á síðasta ári keypt 77% af ork­unni sem virkj­an­ir Orku­veitu Reykja­vík­ur fram­leiddu. Sam­tals greiddi fyr­ir­tækið 4,9 millj­arða króna, sem er 41% af tekj­um Orku­veit­unn­ar af raf­orku­sölu. Er því þá haldið fram í greininni að heimili og lítil fyrirtæki sem stundi viðskipti við OR hafi staðið undir 59% af tekjunum þrátt fyrir að hafa keypt aðeins 23% orkunnar.

Í samtali við mbl.is segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, að í aðgerðaráætlun OR sem hrint var í framkvæmd árið 2011 hafið verið farið eftir alþjóðlegum spám á álverði.

„Það er margt sem þarf að áætla í sex ára plani; þróun gengis og vaxta, sem og þróun álverðs. Samkvæmt þeirri áætlun sem við gerðum árið 2011 átti tonnið af áli að kosta 2.800 Bandaríkjadali í lok þessa árs. Raunin er 1.650 Bandaríkjadalir sem er gríðarlegur munur. Vegna lágs álverðs vantar 3-4 milljarða á tekjuhliðina hjá Orku náttúrunnar (ON) á ári.“

Bjarni bendir á að rafmangsverð hjá OR sé mjög svipað og hjá öðrum fyrirtækjum. „Það er ekki þannig að viðskiptavinir OR séu að borga miklu hærra rafmagnsverð en aðrir því álverðið er svo lágt,“ bætir hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK