Loðnubrestur dregur úr hagvexti

Magn ungloðnu hefur mælst mjög lítið.
Magn ungloðnu hefur mælst mjög lítið. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Verði engin loðnuveiði á næstu vertíð má gera ráð fyrir að hagvöxtur á næsta ári verði allt að 0,7 prósentum minni en ella, samkvæmt Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Frétt mbl.is: Ráðleggja engar loðnuveiðar í bráð

„Eins og oft áður ríkir töluverð óvissa um heildarveiðar á loðnu á næstu vertíð. Útlitið er hins vegar frekar svart að þessu sinni eftir nýafstaðinn loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunar. Þannig leggur stofnunin til að engar loðnuveiðar verði á næstu vertíð,“ segir í Hagsjánni.

Þar kemur fram að við mælingar á loðnustofninum í síðasta mánuði hafi komið fram að magn ungloðnu hafi víðast hvar verið mjög lítið. Niðurstöðurnar benda til þess að árgangurinn frá 2015 sé mjög lítill.

„Loðnuveiðar hafa oft sveiflað hagvexti til og frá enda stór veiðistofn og útflutningur sjávarútvegs verið ein af meginstoðum útflutnings hér á landi síðustu áratugi. Útflutningur loðnu hefur ásamt þorskstofninum og tveimur öðrum uppsjávarstofnum; síld og makríl verið sá stofn sem mest hefur sveiflað heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða milli ára,“ segir í Hagsjánni.

„Núna á síðustu árum hafa veiðar á loðnu sveiflast hlutfallslega mikið milli ára. Árin 2012 og 2013 voru veiðar á bilinu 451 til 582 þúsund tonn. Síðan fóru veiðar niður í 112 þúsund tonn árið 2014. Ári síðar höfðu veiðarnar rúmlega þrefaldast.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK