Yrði stærsti tóbaksframleiðandi heims

RAI framleiðir m.a. Camel.
RAI framleiðir m.a. Camel. AFP

Tóbaksframleiðandinn British American Tobacco (BAT) hefur gert tilboð upp á  47 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 5.400 milljarða íslenskra króna, í tóbaksframleiðandann Reynolds American (RAI), næst stærsta tóbaksfyrirtæki Bandaríkjanna. BAT og RAI framleiða margar af vinsælustu sígarettum heims, m.a. Pall Mall, Newport, Lucky Strike, Camel og Kent

Með sameiningu BAT og RAI yrði fyrirtækið stærsti tóbaksframleiðandi heims.

BAT á þegar 42% hlut í RAI en vill nú kaupa restina.

Að sögn stjórnenda BAT er tilboðið komið til stjórnar RAI en engar samningaviðræður eru hafnar. Fregnir af mögulegum samruna hafði mikil áhrif á hlutabréf i RAI sem hækkuðu um 20% í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK