Bankar undirbúa flutning frá Bretlandi

AFP

Stórir bankar hafa þegar hafið undirbúning að flutningi frá Bretlandi strax á næsta ári. Þetta ætla þeir að gera vegna ótta við afleiðingar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þetta upplýsir Anthony Browne, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja í Bretlandi, British Bankers' Association (BBA), í grein sem hann skrifar í  The Observer.

Browne segir að smærri fjármálafyrirtæki gætu einnig flutt starfsemi sína úr landi á næsta ári. Flest fjármálafyrirtæki höfðu stutt áframhaldandi veru Breta í ESB.

Hann segir það sína skoðun að umræðan um Brexit og áhrif þess sé nú á villigötum.

Browne sagði á ársfundi samtakanna í síðustu viku að bankar væru þegar búnir að setja saman vinnuhópa sem fara eigi yfir til hvaða aðgerða eigi að grípa, hvenær eigi að flytja starfsemina og hvernig best sé að gera það.

Hann segir að fjármálastarfsemi sé sú atvinnugrein sem verði fyrir hvað mestum áhrifum af Brexit. 

Frétt BBC um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK