Stærsti viðskiptasamningur ársins

AT&T og Time Warner í eina sæng.
AT&T og Time Warner í eina sæng. AFP

Bandaríski fjarskiptarisinn AT&T hefur tilkynnt um kaup sín á afþreyingarfyrirtækinu Time Warner. Kaupverðið er 86 milljarðar Bandaríkjadala eða 9.889 milljarðar íslenskra króna. Ólafur Jóhann Ólafsson er aðstoðarforstjóri Time Warner. 

Kaupsamningurinn var samþykktur af stjórnum beggja fyrirtækjanna í gær. Hann á þó enn eftir að fá samþykki samkeppnisyfirvalda. 

Í frétt BBC er haft eftir sérfræðingum að um stærsta viðskiptasamning ársins sé að ræða. 

Með kaupunum ætlar AT&T að tryggja sér efni til að streyma um net sín og þannig fá fleiri viðskiptavini.

Ólafur Jóhann Ólafsson er aðstoðarforstjóri Time Warner.
Ólafur Jóhann Ólafsson er aðstoðarforstjóri Time Warner.

Ef samningur fær samþykki stjórnvalda mun AT&T fá fréttastöðina CNN og sjónvarpsstöðvar HBO undir sinn hatt. Einnig fylgir í kaupunum kvikmyndaver Warner Bros. 

Forstjóri AT&T, Randall Stephenson, segist ekki eiga von á neinum hindrunum frá stjórnvöldum fyrir samrunanum.

„Þetta er fullkomin pörun tveggja fyrirtækja með ólíka styrkleika sem geta náð ferskri nálgun á hvernig fjölmiðla- og fjarskiptaiðnaðurinn vinna fyrir viðskiptavini, efnisframleiðendur, dreifiaðila og auglýsendur.“

Í frétt BBC segir að líklegt sé að einhverjir muni gagnrýna samninginn þar sem AT&T sé nú þegar þriðji stærsti aðilinn á kapalsjónvarpsmarkaðnum í Bandaríkjunum.

Meðal þeirra sem hafa þegar gagnrýnt samninginn er forsetaframbjóðandi repúblikana, Donald Trump. Hann segist ætla að standa í vegi fyrir honum verði hann kjörinn forseti.

„Þetta er of mikil samþjöppun valds í of fárra hendur,“ sagði hann í gær.

Fleiri samrunar í uppsiglingu

Tíðindin þykja benda til þess að enn frekari samruna tækni- og afþreyingarfyrirtækja sé að vænta. Forstjóri Time Warner, Jeff Bewkes, hefur áður neitað að selja fyrirtækið. Hann hafnaði t.d. tilboði frá Twenty-First Century Fox Inc árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK