Clinton og Trump óviss með yfirtökuna

Bandarísk þingnefnd mun funda vegna samningsins í næsta mánuði.
Bandarísk þingnefnd mun funda vegna samningsins í næsta mánuði. AFP

Forsetaframbjóðendurnir Donald Trump og Hillary Clinton hafa bæði sett spurningarmerki við kaup AT&T á Time Warner sem tilkynnt voru um helgina. Þá mun sérstök samkeppnisnefnd bandaríska þingsins funda vegna málsins í næsta mánuði.

Mike Lee, formaður nefndarinnar, sagði samninginn mögulega geta skapað vantraust á fyrirtækin og að nefndin myndi skoða hann í þaula.

Kaupin myndu sameina fjarskiptakerfi AT&T, sem inniheldur 130 milljónir farsímareikninga og 25 milljónir sjónvarpsáskrifta, og Time Warner, sem á Warner Brothers-kvikmyndaverið og sjónvarpsstöðvarnar HBO, Cartoon Network og CNN.

Fyrri frétt mbl.is: Stærsti viðskiptasamningur ársins

Talsmaður forsetaframbjóðandans Hillary Clinton sagði að hún hefði ákveðnar áhyggjur af samningum og fjölmargar spurningar varðandi áhrif hans. „Það eru miklar upplýsingar sem þurfa að koma fram áður en hægt er að komast að niðurstöðu í málinu,“ sagði hann jafnframt.

Þá hefur keppinautur Clinton, Donald Trump, heitið því að ef hann verði kosinn forseti muni hann sjá til þess að samningurinn verði ekki samþykktur af yfirvöldum þar sem hann „myndi setja of mikil völd í hendur of fárra“.

Þó er það ekki Bandaríkjaforseti sem hefur lokaorðið í samningum sem þessu, heldur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, sem getur samþykkt, hafnað og sett skilyrði á samruna sem þennan.

Einnig hefur verið varað við því að neytendur tapi á samrunanum en framkvæmdastjóri AT&T, Randall Stephenson, hefur hafnað því að sú sé raunin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK