„Boltinn er hjá Evrópu“

Mótmælandi gegn Ceta í Brussel í gær.
Mótmælandi gegn Ceta í Brussel í gær. AFP

Stjórnvöld Kanada og Evrópusambandsins segjast enn jákvæð fyrir því að hægt sé að samþykkja fríverslunarsamning á milli landanna. Samningurinn hefur verið samþykktur í öllum ríkjum Evrópusambandsins nema í Belgíu. 

Forseti ESB, Donald Tusk, sagði í dag að það væri enn mögulegt að samningurinn, sem er kallaður Ceta,yrði samþykktur og þá hefur viðskiptaráðherra Kanada ítrekað að samningurinn sé „ekki dauður“.

Belgar segjast þó ekki geta stutt samninginn í ljósi þeirra hópa sem standa gegn honum en um er að ræða þrjú umdæmi í landinu. Ceta þarf stuðnings allra 28 ríkja ESB til þess að hann geti verið samþykktur.

Forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, sagði í gær að hann gæti ekki samþykkt Ceta vegna þeirra sem væru á móti honum. Meðal þeirra svæða sem mótmælt hafa samningum er Wallonia en þar búa 3,6 milljónir manna. Stjórnvöld í Wallonia hafa lýst yfir þung­um áhyggj­um vegna yf­ir­vof­andi inn­flutn­ings á svína- og nauta­kjöti frá Kan­ada, og þess að deil­ur milli ríkja og er­lendra fjár­festa verða út­kljáðar af sér­stök­um dóm­stól­um.

Ceta er metnaðarfyllsti fríverslunarsamningurinn í sögu ESB og hefur verið í smíðum í sjö ár. 

Tusk tjáði sig um málið á Twitter í dag þar sem hann sagðist hafa fundað með forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, og að þeir væru sammála um að vonin væri ekki úti. „Það er enn tími,“ tísti Tusk.

Chrystia Freeland, viðskiptaráðherra Kanada, sagðist jafnframt vona að hægt væri að samþykkja Ceta en ítrekaði að „boltinn væri hjá Evrópu.“

Gætu sparað 500 milljónir evra

Ef Ceta verður samþykkt munu Kanada og Evrópusambandið leggja niður 98% tolla í viðskiptum milli landanna. Að sögn stuðningsmanna samningsins myndi það auka viðskipti milli Kanada og Evrópusambandsríkja um 20% og myndi helst hjálpa litlum fyrirtækjum.

Þá er talið að kaupmenn í Evrópusambandsríkjum gætu sparað 500 milljónir evra í tollagjöld yrði samningurinn undirritaður.

Paul Magnette, leiðtogi Wallonia, sagði í gær að hann og hans fólk myndu aldrei taka ákvörðun undir pressu eða úrslitakostum.

Þá sagði kollegi hans í Flanders, Geert Bourgeois, að málið væri vandræðalegt. „Við erum aðhlátursefni um allan heim,“ sagði hann í samtali við Reuters.

Viðskiptaráðherra Kanada, Chrystia Freeland
Viðskiptaráðherra Kanada, Chrystia Freeland AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK