Fimmtán ára tekjuhækkun á enda

Apple er arðbærasta fyrirtækið í Bandaríkjunum.
Apple er arðbærasta fyrirtækið í Bandaríkjunum. AFP

Í fyrsta sinn frá árinu 2001 hafa árstekjur bandaríska tæknirisans Apple lækkað milli ára. Fréttavefur Wall Street Journal greinir frá því að síðastliðinn þriðjudag hafi Apple tilkynnt þriðju tekjulækkunina í röð milli ársfjórðunga. 

Lækkunin á síðasta ársfjórðungi nemur níu prósentum og má rekja ástæðuna til dræmrar sölu á iPhone-tækjunum, sem hefur minnkað um fimm prósent á einu ári. Hlutabréf í Apple féllu um 1,5% í kjölfar tilkynningarinnar. 

Apple er enn arðbærasta fyrirtækið í Bandaríkjunum og skilaði 45,7 milljarða dollara hagnaði á liðnu reikningsári. 

Forstjórinn Tim Cook telur að þróun á þjónustusviði og kynning á nýjustu iPhone-vörulínunni boði gott fyrir komandi ársfjórðung, en sala á iPhone myndaði 63% af tekjum fyrirtækisins á reikningsárinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK