Hækka lánshæfimat Arion og Landsbankans

Í tilkynningu Landsbankans er vitnað í S&P sem segir að …
Í tilkynningu Landsbankans er vitnað í S&P sem segir að lánshæfiseinkunn Landsbankans hafi m.a. verið hækkuð vegna sterkari fjárhagsstöðu bankans auk þess sem aðstæður í efnahagslífinu séu hagfelldari en áður. AFP

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur hækkað lánshæfismat Arion banka og Landsbankans. Lánshæfimat Arion banka var hækkað úr úr BBB- í BBB með jákvæðum horfum og lánshæfimat Landsbankans úr BBB-/A-3 í BBB/A-2, einnig með jákvæðum horfum.

Í tilkynningu frá Arion banka kemur fram að bætt lánshæfismat endurspegli góða stöðu íslensks efnahagslífs, bætta skuldastöðu heimila og fyrirtækja og jákvæð áhrif af frekari losun fjármagnshafta. Einnig er horft til greiðari aðgangs Arion banka að erlendum lánsfjármörkuðum og bættrar eiginfjárstöðu bankans í kjölfar sölu á hlutum í yfirteknum félögum.

Í tilkynningu Landsbankans er vitnað í S&P, sem segir að lánshæfiseinkunn Landsbankans hafi m.a. verið hækkuð vegna sterkari fjárhagsstöðu bankans auk þess sem aðstæður í efnahagslífinu séu hagfelldari en áður. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að áhætta vegna útlána minnki samhliða lækkandi skuldsetningu íslenskra heimila, en S&P gerir ráð fyrir að á næstu tveimur árum verði skuldahlutfall heimila á Íslandi svipað og í öðrum auðugum Evrópulöndum.

„Aflétting gjaldeyrishafta gangi vel sem muni styrkja efnahagslífið og þar með efnahagsumhverfi íslenskra banka. S&P bendir á að bankar á Íslandi hafi nú betri aðgang að erlendum lánsfjármörkuðum og að talsverðar umbætur hafi verið gerðar á regluverki og eftirliti með íslenskum fjármálamarkaði. Gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að aftur verði ofþensla, líkt og á fyrsta áratug aldarinnar. Þá hafi verið settar skorður við áhrifum fjármagnsflæðis til og frá landinu á innlendan efnahag,“ segir í tilkynningu Landsbankans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK