Heimilt að kaupa eina fasteign á ári

Kaupmannahöfn. Mynd úr safni. Einstaklingum er nú heimilt að kaupa …
Kaupmannahöfn. Mynd úr safni. Einstaklingum er nú heimilt að kaupa eina fasteign erlendis á hverju ári. mbl.is/Ómar Óskarsson

Einstaklingum er nú heimilt að kaupa eina fasteign erlendis á hverju ári og dregið hefur verið úr skilaskyldu innlendra aðila á erlendum gjaldeyri. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra um framgang áætlunar um losun gjaldeyrishafta.

Með gildistöku laga um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, sem samþykkt voru á Alþingi 11. október sl. og eru liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta frá júní 2015, varð bein erlend fjárfesting innlendra aðila ótakmörkuð en háð staðfestingu Seðlabanka Íslands. Jafnframt varð fjárfesting í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri og fyrirfram- og uppgreiðsla erlendra lána frjáls upp að 30 m.kr. Einstaklingum er nú enn fremur heimilt að kaupa eina fasteign erlendis á hverju almanaksári og dregið er úr skilaskyldu innlendra aðila á erlendum gjaldeyri.

Í upphafi næsta árs verður síðan, sem hluti af sömu löggjöf, framangreint fjárhæðarmark hækkað úr 30 m.kr. í 100 m.kr. og á sama tíma verða innstæðuflutningar frá innlendum til erlendra fjármálastofnana heimilaðir upp að sama fjárhæðarhámarki.

Vinnu við losun fjármagnshafta miðar samkvæmt áætlun, að því er segir í greinargerðinni, en full losun fjármagnshafta er þó enn ótímasett.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK