Hlutabréf Time Warner féllu í gær

Hlutabréf í Time Warner lækkuðu um 8% á markaðinum í …
Hlutabréf í Time Warner lækkuðu um 8% á markaðinum í gær. AFP

Helstu vísitölur Wall Street hækkuðu í gær. Þó lækkuðu hlutabréf í AT&T og Time Warner, en um helgina var tilkynnt um yfirtöku AT&T á Time Warner. Kaupin voru tilkynnt um helgina og eru stærsti viðskiptasamningur ársins.

Fyrri frétt mbl.is: Stærsti viðskiptasamningur ársins

Gengi hlutabréfa í Time Warner höfðu hækkað um 8% á föstudaginn en í gær féllu þau um 3%. Þá lækkuðu hlutabréf í AT&T um tæplega 1,7%.

Dow Jones-vísitalan hækkaði um 0,43% og stendur nú í 18,222.89 stigum en S&P vísitalan hækkaði um 0,47%. Nasdaq-vísitalan hækkaði einnig, um 1%.

Eins og fyrr segir voru kaupin tilkynnt um helgina. Kaup­verðið er 86 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða 9.889 millj­arðar ís­lenskra króna. 

Kaup­samn­ing­ur­inn var samþykkt­ur af stjórn­um beggja fyr­ir­tækj­anna en á enn eft­ir að fá samþykki sam­keppn­is­yf­ir­valda. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK