Katrín og Birgir nýir forstöðumenn hjá VÍB

Höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand.
Höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand. mbl.is/Eggert

Birgir Stefánsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fagfjárfestateymis VÍB. Birgir hefur að undanförnu starfað hjá Íslandssjóðum og var áður hjá EFG Asset Management í London þar sem hann stýrði uppbyggingu á vöruframboði bankans í framtakssjóðum. Birgir lauk meistaragráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum 2006 og  er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 2002.

Greint er frá þessu í tilkynningu frá Íslandsbanka. 

Þá hefur Katrín Oddsdóttir verið ráðin forstöðumaður Verðbréfa- og lífeyrisráðgjafar. Deildin ber ábyrgð á öllum dreifileiðum VÍB fyrir verðbréfa og lífeyrissparnað til almennra viðskiptavina.  Katrín hefur starfað hjá Íslandsbanka síðan 1998. Hún hefur meðal annars starfað hjá Mörkuðum og sem forstöðumaður hjá VÍB frá 2008. Katrín hefur lokið prófi í verðbréfamiðlun og er hagfræðingur frá Háskóla Íslands 1998.

Katrín Oddsdóttir
Katrín Oddsdóttir
Birgir Stefánsson
Birgir Stefánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK