Afkoma VÍS ekki í samræmi við væntingar

Hagnaður af rekstri VÍS nam 592 milljónum króna á fyrstu …
Hagnaður af rekstri VÍS nam 592 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hagnaður af rekstri Vátryggingafélags Íslands (VÍS) nam 592 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs, samanborið við 1.989 milljón króna hagnað yfir sama tímabil í fyrra, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Samsett hlutfall var 102,1%, en á sama tíma í fyrra var það 104,7%. Þá námu tekjur af fjárfestingarstarfsemi 1.038 milljónum króna, en 2.973 milljónum króna árið 2015. 

Gjaldmiðlatap vegna eigna sem tilheyra erlendri starfsemi nam 529 milljónum króna á tímabilinu.

Aðalfundur félagsins sem haldinn var 16. mars síðastliðinn samþykkti arðgreiðslu að fjárhæð 2.067 milljónir króna sem greidd var til hluthafa 15. apríl síðastliðinn. Félagið keypti eigin hluti fyrir 574 milljónir króna á fyrstu níu mánuðunum og átti alls um 3,2 prósent af heildar eigin fé í lok september.  

Í fréttatilkynningu frá VÍS er haft eftir Jakob Sigurðssyni, forstjóra fyrirtækisins, að gjaldmiðlatap af eignum sem tilheyri erlendri starfsemi félagsins hafi haft veruleg áhrif á afkomu fjárfestingarstarfseminnar.

Afkoma vátryggingastarfsemi VÍS sé ekki í samræmi við væntingar, þótt innlend iðgjöld hafi aukist eftir nokkurra ára stöðnun og ávöxtun fjárfestingaeigna hafi gengið vel við erfiðar markaðsaðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK