Dunkin' Donuts mætt í Leifsstöð

Rúmt ár er síðan fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi …
Rúmt ár er síðan fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi var opnaður en í dag eru staðirnir orðnir fimm talsins. Aðsend mynd

Bæst hefur við úrval veitinga fyrir farþega sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en veitingastaðirnir Ginger og Dunkin' Donuts hafa verið opnaðir í verslun 10-11 í komusal flugstöðvarinnar. Rúmt ár er síðan fyrsti Dunkin' Donuts-staðurinn á Íslandi var opnaður en í dag eru staðirnir orðnir fimm talsins.

Í fréttatilkynningu frá Dunkin' Donuts kemur fram að það standi til að opna 11 staði til viðbótar á næstu fjórum árum og verða flestir þeirra á höfuðborgarsvæðinu. „Það gleður okkur að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á fleiri kosti þegar þeir koma til landsins. Á Ginger má finna úrval heilsurétta og á Dunkin' geta viðskiptavinir til dæmis keypt sér gæðakaffi og kleinuhringi,“ er haft eftir Sigurði Karlssyni, framkvæmdastjóra matvörusviðs Basko, en félagið á og rekur verslanir 10-11 og veitingastaði Dunkin' Donuts á Íslandi. „Sterkur kaffibolli getur einmitt oft komið sér ansi vel eftir langt flug.“

Dunkin' Donuts í Leifsstöð
Dunkin' Donuts í Leifsstöð Aðsend mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK