Konur vinna 39 dögum meira en karlar

Íslenskar konur mótmæltu launamuni kynjanna á Austurvelli á mánudaginn.
Íslenskar konur mótmæltu launamuni kynjanna á Austurvelli á mánudaginn. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Konur vinna að meðaltali 39 fleiri daga en karlar á ári samkvæmt nýjum tölum Alþjóðaefnahagsráðsins. Þá vinna konur að meðaltali 50 mínútum lengur en karlar á degi hverjum ef marka má tölur frá Global Gender Gap-ráðinu.

Í skýrslu ráðsins segir að það gæti tekið 170 ár að jafna laun kynjanna, en launamunurinn hefur ekki verið meiri frá árinu 2008. Er það að einhverju leyti vegna aukins hlutfalls kvenna sem vinna launalaust.

Tæplega 250 milljónir kvenna hafa komið á vinnumarkaðinn síðustu tíu árin. Karlar vinna 34% meira launað en konur, sem eru enn að eyða miklum tíma í launalausum störfum, svo sem við húsverk og umönnun barna og gamals fólks.

Þegar það er sett inn í jöfnuna gerir Alþjóðaefnahagsráðið ráð fyrir því að konur vinni rúmum mánuði meira en karlar á ári.

Í aðeins sex löndum vinna karlar fleiri klukkustundir en konur og þrjú þeirra eru hluti af Norðurlöndunum, þ.e. Noregur, Danmörk og Svíþjóð. Í frétt BBC er bent á að þar geti karlar og konur m.a. deilt fæðingarorlofi jafnt, sem er sterklega tengt við þátttöku kvenna í atvinnulífinu víða um heim.

Vitnað er í Vesselina Ratcheva, sérfræðing hjá WEF, sem segir jafnt fæðingarorlof geta leyft fjölskyldum að skipuleggja líf sín betur, skipuleggja barneignir með tilliti til vinnu foreldranna og deila ábyrgðinni.

Þá er það álit ráðsins að greitt fæðingarorlof vegi meira hjá honum en körlum og að stjórnvöld séu líklegri til þess að standa undir kostnaði vegna fæðingaorlofs kvenna en karla.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK