Meðalflaskan á 1.998 krónur

Ódýrasta innflutta vínið var hægt að fá í Suður-Afríku en …
Ódýrasta innflutta vínið var hægt að fá í Suður-Afríku en meðalkostnaðurinn á flösku var 5,43 evrur eða 679 íslenskar krónur. Dýrasta innflutta vínið var í Ísrael en þar var meðalverðið 40,48 evrur eða 5062 íslenskar krónur. AFP

Í nýrri rannsókn SHAREaCAMPER sem kannaði kostnað á víni í 65 löndum kemur fram að Ísland sé í fjórða sæti yfir dýrustu staðarvínin. Rannsóknin tekur meðaltal og ber saman verð á innfluttu og staðarvíni í hverju landi. Meðalkostnaðurinn er hæstur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en lægstur í Paragvæ.

Meðalkostnaður á 750 ml flösku á Íslandi var 1.998 íslenskar krónur eða 15,98 evrur. Meðalverð á staðarvíni var 19,59 evrur eða 2.450 íslenskar krónur og 12,38 evrur á innfluttu víni eða 1.548 íslenskar krónur.

Flaskan í Paragvæ var eins og fyrr segir ódýrust og kostaði að meðaltali 6,74 evrur, eða 843 íslenskar krónur eða. Flaskan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum var rúmlega fimm sinnum dýrari og kostaði 34,85 evrur, eða 4.358 íslenskar krónur.

Í rannsókninni kemur einnig fram að hver Íslendingur neyti að meðaltali 15,20 litra af víni árlega og er þjóðin í 28. sæti rannsóknarinnar yfir fjölda lítra neyttra á ári hverju.

Dýrustu löndin til þess að kaupa vín voru eins og fyrr segir Sameinuðu arabísku furstadæmin, Singapúr, Maldíveyjar, Ísrael og Suður-Kórea. Í Nepal var hægt að fá ódýrustu staðarvínin, en meðalkostnaðurinn var 4,63 evrur eða 579 íslenskar krónur. Dýrasti meðalkostnaðurinn á staðarvíni var í Venesúela, en þar kostaði flaskan 23,17 evrur að meðaltali eða 2.897 íslenskar krónur.

Ódýrasta innflutta vínið var hægt að fá í Suður-Afríku, en meðalkostnaðurinn á flösku var 5,43 evrur, eða 679 íslenskar krónur. Dýrasta innflutta vínið var í Ísrael, en þar var meðalverðið 40,48 evrur, eða 5.062 íslenskar krónur.

Sú þjóð sem neytir flestra lítra af víni á ári var Lúxemborgarar með 61,30 lítra á ári á mann. Portúgalir voru í öðru sæti með 55,4 lítra og Frakkar í því þriðja með 53,6 lítra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK