Allt gert í góðri trú

Um 20 milljónir höfðu þegar verið settar í breytingarnar á …
Um 20 milljónir höfðu þegar verið settar í breytingarnar á húsnæðinu og segist Jóhann taka á sig þá sök að hafa hafið framkvæmdir án framkvæmdaleyfis. „En þetta var allt gert í góðri trú. Við vorum þarna að kaupa atvinnuhúsnæði við hliðina á tveimur veitingastöðum.“ Af fasteignavef mbl.is

Atvinnuhúsnæði sem stóð til að hýsti veitingahúsið The Laundromat Café við Laugarásveg hefur verið sett á sölu. Rekstraraðilar veitingahússins fengu ekki framkvæmdaleyfi fyrir nauðsynlegum framkvæmdum þar sem ekki fékkst samþykki nágranna í húsinu fyrir starfseminni.

Fyrri frétt mbl.is: Hafa ekki fengið framkvæmdaleyfi

Í samtali við mbl.is segir Jóhann Friðrik Haraldsson, eig­andi The Laun­drom­at Café á Íslandi, að hann hafi fundað með nágrönnunum, það er íbúum í húsinu og eigendum veitingahússins Laugaáss, reglulega til að reyna að finna lausn. „Það var fyrst aðallega opnunartíminn sem stóð í þeim. Þau mótmæltu áætluðum opnunartíma, sem átti að vera milli átta á morgnana til ellefu á kvöldin, og sögðu opnunartíma Laugaás fínan, það er að opna 11 og loka 21. Við vorum búin að samþykkja þann opnunartíma bara til þess að geta opnað,“ útskýrir Jóhann. „En þá mótmæltu þau aftur og sögðust ekki vilja fá eldhús í húsnæðið yfir höfuð, hvorki loftræstistokk né búnað sem blæs hreinu lofti út.“

Jóhann segir að vissu leyti hafa gefist upp, en The Laundromat Café keypti húsnæðið í vor. „Lífið er of stutt til að rífast svona. En svo virðist sem þetta fólk sjái ekki lengra en tærnar á sér,“ bætir hann við, en þeir sem mótmæltu framkvæmdunum eru að sögn Jóhanns bæði íbúar í húsinu og eigendur Laugaáss.

„Þetta er auðvitað mjög fúlt“

Um 20 milljónir höfðu þegar verið settar í breytingarnar á húsnæðinu og segist Jóhann taka á sig þá sök að hafa hafið framkvæmdir án framkvæmdaleyfis. „En þetta var allt gert í góðri trú. Við vorum þarna að kaupa atvinnuhúsnæði við hliðina á tveimur veitingastöðum.“

Jóhann segir niðurstöðuna mjög svekkjandi. „Þetta er auðvitað mjög fúlt. Við skuldum núna pening út af þessu og ákváðum upphaflega að fá bara verðmat á húsið fyrir mögulega fjármögnunaraðila. En í ljósi þess hvernig þetta þróaðist ákváðum við að setja eignina á sölu til að sjá viðbrögðin.“

Spurður um viðbrögðin segir hann að auglýsingin hafi aðeins verið sett inn í gærkvöldi.  „En það er líklega enginn sem bíður eftir að fá að opna þarna vitandi okkar sögu,“ segir Jóhann, sem er nú að skoða möguleikana í stöðunni.

„Aðrir fasteignaeigendur í hverfinu hafa haft samband og boðið okkur að opna þar en við höfum ekki tekið neinar ákvarðanir. Við þurfum fyrst að fá niðurstöðu í þetta mál og losa fjármagn.“

Hér er hægt að sjá eignina á fasteignavef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK