Brynja verkefnastjóri Matvælalandsins Íslands

Brynja Laxdal.
Brynja Laxdal.

Brynja Laxdal hefur verið ráðin verkefnastjóri verkefnisins Matvælalandið Ísland. Verkefnisstjórastaða er nýtt starf, þessa fimm ára átaksverkefnis sem rekið er í umboði verkefnisstjórnar á ábyrgð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að því er greint er frá í fréttatilkynningu.

Markmið verkefnisins er að treysta orðspor og móta ímynd Íslands sem upprunalands hreinna og heilnæmra matvæla. Tilgangur verkefnisins er að vinna að aukinni verðmætasköpun í landinu og fjölga störfum með því að nýta tækifæri sem til staðar eru í íslenskri matvælaframleiðslu, veitingaþjónustu og annarri tengdri þjónustustarfsemi.

Brynja er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur undanfarin fjögur ár starfað sem markaðsstjóri Meet in Reykjavík, markaðsstofu. Brynja lauk áður BSc prófi í hjúkrunarfræði og hefur starfað á heilbrigðissviðinu bæði sem hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri meðal annars hjá Landlæknisembættinu.

Ráðningin var gerð að undangengnu ítarlegu ráðningarferli, sem Capacent hafði umsjón með í samstarfi við formlega hæfnisnefnd, en yfir sextíu umsóknir bárust um starfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK