Miklar fjárfestingar framundan

„Útleiguhlutfallið er hátt og hefur verið á bilinu 95 til …
„Útleiguhlutfallið er hátt og hefur verið á bilinu 95 til 99% en það telst vera mjög gott í alþjóðlegum samanburði,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Smáralind gengur í gegnum miklar breytingar þessa dagana en endurskipulagning á austurenda hússins er á lokametrunum. Eftir áramótin verður vesturhluta hússins lokað og framkvæmdir hefjast við verslun H&M sem mun verða opnuð þar á næsta ári.

Í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, að þetta sé fyrsti leikurinn í endurskipulagningu hússins. Í heild koma 11 verslanir og þjónustuaðilar inn í endurhannaðan austurenda.

„Við erum svo að ljúka samningum við stórt erlent vörumerki um að koma inn í 1.100 fermetra rými í Smáralind,“ segir Sturla. Mikil uppbygging verður á svæðinu í kringum Smáralind á næstu misserum. Sunnan megin við húsið verður uppbygging á svokallaðri Smárabyggð þar sem rísa munu um 620 íbúðir í bland við verslun og þjónustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK