Nýir svæðisstjórar hjá Icelandair

Öll störfin heyra undir framkvæmdastjóra Sölu- og markaðssviðs Icelandair, Helga …
Öll störfin heyra undir framkvæmdastjóra Sölu- og markaðssviðs Icelandair, Helga Má Björgvinsson. mbl.is/Árni Sæberg

Þrír stjórnendur taka við nýjum störfum hjá Icelandair þann 1. nóvember. Um er að ræða nýja svæðisstjóra á Íslandi, Suður- og Austur-Evrópu og Vestur-Evrópu. Öll störfin heyra undir framkvæmdastjóra Sölu- og markaðssviðs Icelandair, Helga Má Björgvinsson.

Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir hefur verið ráðin sem svæðisstjóri fyrir Icelandair á Íslandi og mun bera ábyrgð á sölustarfi á íslenska markaðnum, s.s. stefnumótun og markaðs- og fjárhagsáætlunum. Ingibjörg starfar í dag sem forstöðumaður yfir Icelandair Saga Club. Ingibjörg Ásdís hóf störf hjá Icelandair árið 2004 sem flugfreyja. Á árunum 2005–2007 var Ingibjörg Ásdís verkefnastjóri vef- og markaðsmála og frá 2007–2010 sá hún um samninga og samskipti við fjármálastofnanir og banka fyrir hönd Icelandair Saga Club og hefur hún starfað sem forstöðumaður síðan 2010. Hún er menntaður viðskiptafræðingur og með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Ingibjörg Ásdís er í sambúð með Ragnari Ágústssyni og á hún tvö börn.

Ingibjörg starfar í dag sem forstöðumaður yfir Icelandair Saga Club.
Ingibjörg starfar í dag sem forstöðumaður yfir Icelandair Saga Club.

Þorvarður Guðlaugsson, svæðisstjóri fyrir Icelandair á Íslandi, hefur verið ráðinn svæðisstjóri yfir mörkuðum Suður- og Austur-Evrópu. Þorvarður hóf störf hjá Icelandair 1978 í farskrárdeild, hann varð fulltrúi á sölu- og markaðssviði 1984 og svo sölustjóri til 1988, en flutti þá til London og var í sjö ár sölu- og markaðsstjóri fyrir Bretland og Írland, síðan yfirmaður söluskrifstofu Icelandair í Amsterdam í Hollandi í fjögur ár, frá 1995 til 1999, og var svæðisstjóri yfir Þýskalandi tvö ár (auk Sviss, Austurríkis, Ítalíu, Tékklands og Póllands). Hann flutti aftur til Íslands 2001 og hefur verið svæðisstjóri yfir íslenska sölusvæðinu þar til nú. Þorvarður er giftur Guðrúnu Gísladóttur og eiga þau fimm börn.  

Þorvarður hefur verið svæðisstjóri yfir íslenska sölusvæðinu frá árinu 2001.
Þorvarður hefur verið svæðisstjóri yfir íslenska sölusvæðinu frá árinu 2001.

Þorsteinn Guðjónsson, sölustjóri Icelandair í Svíþjóð, mun taka við nýju starfi sem svæðisstjóri fyrir Vestur-Evrópu með aðsetur í London eftir að störf svæðisstjóra í Bretlandi og á meginlandi Evrópu hafa verið sameinuð. Þorsteinn hóf störf hjá Icelandair árið 2014. Áður en Þorsteinn hóf störf hjá Icelandair vann hann við fyrirtækjaráðgjöf, en hann hóf störf í ferðageiranum sem markaðsstjóri hjá Samvinnuferðum-Landsýn 1996-2000. Hann var annar af stofnendum Sumarferða 2003 og var framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands (Úrvals - Útsýnar) á árunum 2006-2013. Þorsteinn er með viðskiptafræði- og MBA-gráðu frá Auburn University. Hann er giftur Bjargeyju Aðalsteinsdóttur og eiga þau þrjá syni.

Áður en Þorsteinn hóf störf hjá Icelandair vann hann við …
Áður en Þorsteinn hóf störf hjá Icelandair vann hann við fyrirtækjaráðgjöf en hóf fyrst störf í ferðageiranum sem markaðsstjóri hjá Samvinnuferðum-Landsýn 1996-2000. Hann var annar af stofnendum Sumarferða 2003 og var framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands (Úrvals - Útsýnar) á árunum 2006-2013.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK