Síminn hagnaðist um 2 milljarða

Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 53,9% í lok þriðja ársfjórðungs 2016 …
Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 53,9% í lok þriðja ársfjórðungs 2016 og eigið fé 33,7 milljarðar króna.

Hagnaður Símans á fyrstu níu mánuðum ársins 2016 var 2.154 milljónir króna samanborið við 2.196 milljónir á sama tíma í fyrra. Tekjurnar á fyrstu þremur fjórðungum ársins reyndust 21.264 milljónum króna samanborið við 21.903 milljónir á sama tímabili 2015.

Hagnaður Símans á þriðja ársfjórðungi reyndist 1.128 milljónir samanbori ðvið 873 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Tekjurnar á fjórðungnum voru   7.129 milljónum króna samanborið við 7.156 milljónir á sama tímabili 2015.

EBITDA, þ.e. rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 2,58 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi 2016 samanborið við 2,36 milljarða króna á sama tímabili 2015. EBITDA hlutfallið var 35,5% fyrir þriðja ársfjórðung 2016 en var 31,3% á sama tímabili 2015.

Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 53,9% í lok þriðja ársfjórðungs 2016 og eigið fé 33,7 milljarðar króna. 

Í tilkynningu frá Símanum er vitnað í Orra Hauksson, forstjóra Símans, sem segist stoltur af árangrinum. Bendir hann á að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir hafi aukist um tæpar 220 milljónir króna milli ára.

„Fjarskiptamarkaðurinn er einkar líflegur um þessar mundir og samkeppnin hörð. Góð þjónusta til viðskiptavina og aukinn straumur ferðamanna léku lykilhlutverk í bættri afkomu samstæðunnar milli ára. Þess utan er viðsnúningurinn frá fyrri hluta árs ekki síst afrakstur hagræðingar innan samstæðunnar, til að mæta auknum launakostnaði og verðlækkunum. Þannig hefur stöðugildum fækkað um 14% á árinu hjá móðurfélagi Símans hf. Þá hafa dótturfélög verið seld og reksturinn einfaldaður, til að ná skýrari fókus á kjarnastarfsemi og auka samkeppnishæfi,“ er haft eftir Orra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK