Óvissan ýtir undir verðbólgu

Óvissa sem rekja má til væringa á stjórnmálasviðinu valda titringi …
Óvissa sem rekja má til væringa á stjórnmálasviðinu valda titringi í viðskiptalífinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á síðustu tveimur vikum hefur verðbólguálag hækkað umtalsvert og rekja sérfræðingar það helst til þeirrar pólitísku óvissu sem samfara er yfirvofandi kosningum til Alþingis.

„Meðal fjárfesta á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði fór kosningaskjálfti að gera vart við sig fyrir tveimur vikum eða svo. Hann hefur síðan ágerst í síðustu viku og upphafi þessarar. Það lýsir sér meðal annars í því að verðbólguálag hefur verið að þokast upp á við á skuldabréfamarkaði,“ segir Agnar Tómas Möller, sjóðsstjóri hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA, í samtali við Morgunblaðið.

Í tengslum við þann skjálfta sem vart hefur orðið við á markaði er rætt við forstjóra nokkurra stærstu fyrirtækja landsins í Morgunblaðinu í dag. Er það samdóma álit þeirra að sú óvissa sem rekja má til væringa á stjórnmálasviðinu valdi titringi í viðskiptalífinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK