Óvissa um áhrif olíusamkomulags

Ákvörðun OPEC-ríkjanna hefur haft veruleg áhrif á markaði um allan …
Ákvörðun OPEC-ríkjanna hefur haft veruleg áhrif á markaði um allan heim. AFP

Stórar fréttir bárust frá olíubransanum í gær þegar samtök olíuframleiðsluríkja (OPEC) tilkynntu um áform um að draga úr olíuframleiðslu og lækka birgðastöðu. Verð á olíu fór upp um tíu af hundraði við til­kynn­ing­una og hafa markaðirnir haldið áfram að hækka í dag. 

Fyrri frétt mbl.is: Veruleg hækkun á olíuverði

Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá N1, segir það ekki liggja fyrir hver áhrifin verði hér á landi. „Þetta var bara samþykkt í gær en nú þarf að sjá hvort olíuframleiðsluríkin standi við þetta. Það geta liðið nokkrar vikur þangað til það kemur í ljós,“ segir Magnús í samtali við mbl.is.

Innkaupastjóri eldsneytis hjá N1 segir það ekki liggja fyrir hver …
Innkaupastjóri eldsneytis hjá N1 segir það ekki liggja fyrir hver áhrifin verði hér á landi. mbl.is/Þórður Arnar

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, tekur í sama streng. Bendir hann á að þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem samkomulag næst innan OPEC, en ekki sé á þessari stundu hægt að segja til um hvort það haldi eða hve lengi það haldi.

„Ef samkomulagið heldur og markaðurinn hefur trú á því er möguleiki á enn frekari hækkunum, en aðeins framtíðin getur skorið úr um það,“ segir í skriflegu svari Jóns við fyrirspurn mbl.is. „Við munum eins og aðrir hagsmunaaðilar fylgjast með markaðnum og sjá hverju framvindur.“

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, segir möguleika á enn frekari …
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, segir möguleika á enn frekari hækkunum haldi samkomulagið. Framtíðin getur þó aðeins skorið úr um það. mbl.is/Kristinn

Eins og fram kom á mbl.is sagði Mohammed Bin Sa­leh Al-Sada, orku­málaráðherra Kat­ar og formaður OPEC, að sam­komu­lag hefði náðst um að minnka heild­ar­fram­leiðslu OPEC-ríkja um 1,2 millj­ón­ir tunna á dag frá og með 1. janú­ar á næsta ári. Olíu­verð hef­ur farið lækk­andi und­an­far­in tvö ár, en verð á hrá­ol­íu hef­ur lækkað um meira en helm­ing frá 2014 vegna of­fram­boðs á markaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK