Framkvæmdastjóri Starbucks hættir

Howard Schultz, fráfarandi framkvæmdastjóri Starbucks.
Howard Schultz, fráfarandi framkvæmdastjóri Starbucks. AFP

Framkvæmdastjóri kaffikeðjunnar Starbucks, Howard Schultz, mun hætta störfum á næsta ári og færa sig yfir í stjórn fyrirtækisins sem stjórnarformaður. Segir Schultz að þar muni hann leggja áherslu á vöxt lúxusvörumerkja fyrirtækisins í nýju stöðunni. Kevin Johnson tekur við sem framkvæmdastjóri en hann hefur verið í stjórn fyrirtækisins í sjö ár.

Schultz hefur starfað hjá Starbucks frá árinu 1982. Í tilkynningu sagði hinn 63 ára gamli Schultz að Starbucks hefði allt til brunns að bera til þess að halda áfram örum vexti sínum með Johnson við stjórnvölinn.

Velgengi Starbucks er gríðarleg um allan heim. Rekstrartekjur keðjunnar fyrstu níu mánuði ársins námu 4,2 milljörðum Bandaríkjadala eða 466 milljörðum íslenskra króna og hækkuðu um 16% milli ára.

Þó hefur Schultz nefnt vinsældir vefverslana sem mögulega ógn við Starbucks þar sem fleiri velja að sleppa því að fara í verslunarmiðstöðvar og á verslunargötur og stunda öll sín innkaup við tölvuna heima.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK