Kauphöllin komin í gang eftir bilun

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.

Viðskipti í Kauphöllinni komust í gang klukkan 13:10 í dag eftir að kerfistengd bilun hjá Nasdaq aftraði því að hægt væri að opna markaðina í morgun. Að sögn Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar hafði bilunin aðeins áhrif á íslenska markaðinn.

„Tæknimenn telja sig vera búna að rekja hvaðan villan kom. En þetta verður auðvitað krufið til mergjar og skoðað hvað fór úrskeiðis,“ segir Páll í samtali við mbl.is.

Hann segir að viðskiptum í dag ljúki á hefðbundnum tíma þrátt fyrir seinkun á opnuninni. „Þetta er auðvitað alltaf óheppilegt og veldur óþægindum, sérstaklega í morgun. En nú er allt með eðlilegum horfum.“

Páll segir bilanir sem þessa mjög sjaldgæfar hjá Kauphöllinni. „Sem betur fer eru svona kerfistruflanir ekki algengar. Þær hafa komið fyrir en verið mjög skammvinnar. Þetta var mjög óvenjulegt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK