Vefur Dohop verðlaunaður

Vefur Dohop var nýverið kjörinn „Besti flugleitarvefur heims” (e. World's Leading Flight Comparison Website 2016) af World Travel Awards, samkvæmt fréttatilkynningu. Dohop hlaut sömu verðlaun fyrir tveimur árum.

Samkvæmt fréttatilkynningu telst Dohop vera í hópi stærstu fyrirtækja heims í ferðageiranum; fyrirtæki á borð við Lufthansa, Hertz, Hilton og Expedia. Dohop er jafnframt eina íslenska fyrirtækið sem tilnefnt hefur verið til lokaverðlauna World Travel Awards.

„Fyrr á þessu ári var fyrirtækið valið Nýsköpunarverðlaun Íslands 2016 af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Dohop hlaut einnig tilnefningu World Travel Awards sem „Besta tæknilausnin í ferðaiðnaðinum“, (e. World’s Leading Travel Technology Provider 2016) en vann ekki.

Í byrjun árs gjörbreytti Dohop vörumerki sínu og setti nýja útgáfu af vefnum í loftið. Fyrirtækið hefur einnig bætt mikið við tæknina á árinu; til að mynda með verðdagatali og verðvernd í samstarfi við fyrirtækið FLYR. Hönnun nýja vörumerkis Dohop var í höndum sænsku hönnunarstofunnar Bedow,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK