Breytingar hjá Arion banka

Einar og Hildur eru bæði viðskiptafræðingar að mennt.
Einar og Hildur eru bæði viðskiptafræðingar að mennt.

Einar Örn Ævarsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Arion banka í Garðabæ. Hann tekur við starfinu af Kristbjörgu Héðinsdóttur sem færir sig um set innan bankans og tekur við starfi forstöðumanns þjónustustýringar. Þá tekur Hildur Markúsdóttir við starfi Einars Arnar sem útibússtjóri Arion banka í Hafnarfirði. Hún hefur gegnt starfi þjónustustjóra Arion banka í Hafnarfirði frá árinu 2014.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. 

Einar Örn er viðskiptafræðingur að mennt. Hann hefur lengst af starfað í fjármálageiranum og frá árinu 2013 verið útibússtjóri Arion banka í Hafnarfirði. Einar Örn er Garðbæingur, giftur Andreu Olsen lögfræðingi og eiga þau þrjá drengi.

Hildur er viðskiptafræðingur að mennt. Hún hefur starfað hjá Arion banka og forverum hans frá árinu 1999 með nokkrum hléum og gegnt margvíslegum störfum innan bankans. Hildur er Hafnfirðingur, gift Sigfúsi Helga Helgasyni, viðskiptastjóra hjá Eimskip, og eiga þau þrjá syni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK